ATHUGIĐ! Bloggar.is mun loka 1. apríl 2016!
Kristín Jóns bloggar..
01mars

21 dagur, Hreyfing, Kúl-aid og árshátíđ

Margt að gerast... fyrsta íslensku prófið hjá Gunna Skrap í dag (tölum ekki um það), sólin lét sjá sig - þrátt fyrir smá kulda, Gerður hljóp stóra hringinn (ég er MJöG stolt af þér ást) og ég mætti með gleraugu í skólann. Svona hlutir gerast ekki á hverjum degi.

1. mars, Jóhannes Rek gleðst einstaklega yfir lækkuðu matvöruverði og afmælisdegi bjórsins... var það ekki annars í dag Rósa?

Í dag höfum við Gerður líka staðist freistingu sælgætisins í 21 dag. Eftir því sem Kolbrún, Dagný og Sigurbjörg fræddu okkur um fyrir akkúrat 3 vikum á það að draga úr löngun... sé það ekki alveg ennþá.. Spurning um hvort það taki 3 vikur í viðbót;) Aldrei að vita..

Rósa er búin með 14 daga af sínu nammibindindi, jú gó girl.. ég stend með þér:)

Ég og Gerður höfum fundið nýtt hobbí. Þar dveljum við nánast á hverjum degi eftir skóla:D Byrjaðar að taka á því fyrir útskriftarferðina;) haha, sjáum til hvernig það fer! (www.hreyfing.is)

Ég v
il þakka fyrir mjög svo skemmtilega Góugleði síðasta laugardag! Endalaus skemmtun með hreyfileikjatölvu, vodka í kúl-aid (mæli ekki með þessu, baneitrað!) og fullt af fólki, neftóbaki í auga, tárum, bíltúr, mat og Kristal Plús – klikkar seint! Ara tókst ekki að drekka mig undir borð eða hvað hann nú ætlaði að reyna að gera:D Og Bjöggi deildi engum sogblettum þetta árið..

Næst á dagskrá er síðan árshátíð á Selfossi. Mér heyrist að sumir ætli að byrja að drekka snemma... lýst ekkert voðalega vel á það:) Allavega verður þetta vonandi góð skemmtun! 

Akureyrarfarar, skemmtið ykkur vel og við sjáumst hress á mánudaginn og deilum slúðri?

Kveðja Kristín
01. mars 2007 klukkan 18:59
Kristín Jónsdóttir
6 athugasemdir
14febrúar

HAPPY VALENTINE'S DAY!

14 febrúar, Valentínusardagur! Veit ekki alveg hvernig þessi dagur fúnkerar á Íslandi... væri til í að vera þar sem þessi dagur mjööög mikilvægur;)

OH SVO SÆTT... ÆTLA AÐ LÁTA EINA MJÖG SVO VAFASAMA FYLGJA MEÐ:D ENJOY!Hún er kannski í smá vitlausum hlutföllum greyið, því ég þurfti að minnka hana...
EN Jæja, ég er farin að læra fyrir sögu.. Eigið gott kvöld.
14. febrúar 2007 klukkan 19:17
Kristín Jónsdóttir
6 athugasemdir
08febrúar

Long time... no blogg!

Jæja ég get ekki beint sagt að ég sé öflug í þessu bloggi... mjög svo langt síðan að síðasta færsla leit dagsins ljós.. en ég get hins vegar bent ykkur á www.rosing.bloggar.is og www.blog.central.is/harley þau Rósa og Haraldur eru einstaklega öflug í blogginu.

En kannski fyrst.. gleðilegt ár:)

Janúar var easy going mánuður... Ég, Torfi, Bjarni, Steinar, Ari Lár, Ingi, Bogi, Höddi, Atli, Bjöggi og Bjarki skruppum í bústað og höfðum það náðugt. Takk fyrir þá ferð. Og takk fyrir að kenna mér að bonga:) Svo málaði ég loksins herbergið mitt og fékk mér nýtt rúm:) Skólinn var eins og vanalega og við byrjuðum að vinna í Markaðsrannsókninni fyrir Markaðsfræði og að stofna fyrirtæki í Rekstrarhagfræði. Mjög skemmtilegt það. Ekkert svo mikið að gera.. en nú er fjörið að byrja.

Hinn árlegi viðburðu Nemó var síðan fyrir viku. Fórum í morgunpartý hjá Ásta (má segja "að vanda"), síðan á sýninguna Sextán í Austurbæ, þar sem Ólöf Jara, Benni, Siddí, Elín Tinna og Sigyn og hinir.. standa sig með stakri prýði. Eftir sýninguna fórum við Rósa, Arna, Gerður heim til Rósu að gera okkur reddí fyrir dinner á Grillinu á sögu. Góður matur þar. Síðan hélt Davíð, ástin okkar allra, fyrirpartý og svo að lokum héldum við í misgóðu ástandi á Broadway og þar spilaði Sálin fyrir dansi. Skemmtilegt nokk.

Núna fara skyndiprófin að skella á, stæ, saga og rek á næstunni... sem betur fer kláruðum við ísl fyrirlesturinn í dag, svo við erum í góðum málum...

Á laugardaginn verður svo Helga Dagný (brownie) 20 ára og það verður sko partýað á Hverfis..

En ég hef ekkert mikið meira að segja í bili..

Óskar, ég er búin að ná mér núna... takk fyrir að hugsa til mín:)
og Haraldur, ég tók áskorunni mánuði seinna (með bloggið)... hvernig hefur það annars... vona að þú ruglir röddinni minni ekki aftur saman við rödd systur þinnar. Hafðu það gott og við heyrumst fljótt:);*

Jæja bless:)

p.s. hér eru myndir úr bústaðnum: http://picasaweb.google.com/ingieggert/Boostadarferd
og hér eru myndir frá nemó: http://good-times.webshots.com/album/557390685SCnSPc?action=&track_pagetag=/page/photo/goodtimes/promsdances&track_action=/ViewActions/FullAlbum

og að lokum þá er ein af okkur stelpunum:)

08. febrúar 2007 klukkan 23:22
Kristín Jónsdóttir
7 athugasemdir
22nóvember

DINNER PARTÝ

Jæja þá er komið að því sem átti að vera síðasta laugardag;) Ég myndi segja "loksins" eða "jess, ég get ekki beðið", því að ef að þér er boðið þá verður þetta boð ekki af verri endanum!

Elsku Sprækar, ykkur er hér með formlega boðið í mat til mín næsta laugardag! Þær sem komast ekki verða að láta vita....

Dagsetning: 25. nóvember 2006
Staður: Efstilundur 1, Garðabær
Tímasetning: Stundvíslega 18.00 (hægt að koma seinna með leyfi, en helst ekki)
Kokkar: Gerður Þóra yfirkokkur og Kristín nemi í kokkalist
Matseðill: Forréttur: Ristað brauð og grafinn lax
              Aðalréttur: Kjúklingaréttur að hætti kokksins og meðlæti
              Eftirréttur: Ís og nammiskál

Drykkir: Sprite og Coke en best er að koma með eigið djús
Dinner Music: Róleg (Rósa, ég treysti á þig)
Snarl: Snakk og STÓR nammiskál (fyrir Star*) í boði..
Aukamatargestir: Torfi og Gummi gæji
Þema: Stelpur: Kjólar með hawaii ívafi
          Strákar: Skyrtur og gel
Nauðsynlegir fylgihlutir: Myndavél og góða skapið:)
Eftir matinn er smá tiltekt plönuð og svo má byrja að djúsa sig upp! Spurning hvort að við fáum heimsókn frá góðum gestum... en við látum það ráðast... elsku strákar suður með sjó þið eruð velkomnir að joina gleðskapinn milli 21 og 21.30!!

Hlakka til að sjá ykkur ástir:)

Kveðja. Kristín litla:)

22. nóvember 2006 klukkan 17:49
Kristín Jónsdóttir
9 athugasemdir
02nóvember

Fljúgandi um Verzlunarskólann?

Góðan daginn, það er fimmtudagur, sögutími og Hallur glósar og glósar á töfluna um Múhameð og einhvern heimsendi!

Ég sit bara hér og hugsa um hversu hrikalegur klaufi ég er! Já, í morgun þá stormaði ég inní skólann að aftan og svona 2 mínútur í tíma! Ég var á svona, tjah, frekar sleipum stígvélum og með tölvutöskuna í annarri hendinni. Allir krakkarnir sitja fyrir framan sína stofu og greinilegt að eins og í gær þá hafa hús- og gangaverðir Verzlunarskóla Ísland sofið yfir sig. Ég labba á frekar svona miklu tempói og viti menn, ég flýg gjörsamlega á hausinn í miðri beygju!! Já ég datt beint niður á annað hnéð fyrir framan ’fullan áhorfendabekk’. Ég ákveð eins og skot eins og sannur svalur Verzlingur hefði gert að standa strax upp og labba bara rösklega áfram... náði semsagt alveg að halda cool-inu! Og labbaði sjálf með smá hlátur í huga inn að minni stofu en með hugann við hvert skref svo að ólukkan myndi ekki endurtaka sig. 


Það er rosalegt að lenda í svona, kjánalegt og vandræðalegt!

En yfir í tvöfalda stærðfræði.... JEIJ! ;)

Kristín Jóns. klaufi!

02. nóvember 2006 klukkan 16:26
Kristín Jónsdóttir
11 athugasemdir
21október

Vetrarfrí!

Já, það kom loksins að hinu langþráða vetrarfríi.

En þar sem ég fór í endajaxlatöku á fimmtudaginn síðasta þá er Parkódín og júgúrt búið að vera svona helst á dagskrá hjá mér... Rósa stakk af til Danaveldis að versla og Arna Sif fór til Svíþjóðar. Gerður litla er einhversstaðar týnd í Ártúnsholtinu og allt að gerast... djöfull hefði maður átt að kaupa sér miða á Airwaves! Allavega, þá er ég bara að reyna að læra og vinna upp frá síðustu leti-vikum eins og ég kýs að kalla þær og hlusta á Torfa spila lög með Ælu. Snilld.

Já, eins og kannski einhverjir sjá er kominn nýr banner. Ég er orðin sæmileg í þessu bara:D Æfingin skapar meistarann.

Byrjuðum að æfa síðasta mánudag, mikið verður gott að komast á fullt í boltanum fljótlega, þegar lyftingar og hlaup fara að byrja þó að veðrið sé ekki að hjálpa til. Ííííískalt úti:/

Jæja læt þetta nægja í bili.

-KJ out!

21. október 2006 klukkan 21:21
Kristín Jónsdóttir
7 athugasemdir
10október

10.10.2006 - líffrćđi og rekstrarhagfrćđi!

Afhverju er fólk með bloggsíður og setur svo password á þær? Það er spurning.. ég hefði allavega haldið að ef maður ákveður að blogga, þá er maður að því til að deila, ekki því maður hefur eitthvað að fela.... smá pæling.

En við Rósa sitjum hér í líffræði og Ásta, Hildur, Viktor og Egill standa uppá töflu og sýna hæfileika sína í að merkja líffæri inn á dýrsfrumu... Það er einmitt líffræðipróf á morgun og ÓliMól er að hita eitthvað upp fyrir þetta próf, en augun mín eru límd á tölvuskjánum, sem er ágætt.

Það er alltaf mikið að gera, og kennarar eru tillitslausir og eigingjarnir, svo verða þeir bara snar ef maður lærir ekki allt, það eru bara 24 tímar á sólarhring og af því er maður 7 tíma í skólanum og svo þarf maður að sofa svona 8 tíma:S Ég held að ég verði bara að hætta að sofa til að koma öllu fyrir! Úff..

Rekstrarhagfræðin er líka alveg að fara með mig:S Próf í því á föstudaginn og mikið væru þessir tímar auðveldir ef hann Jóhannes myndi skilja okkur! Held að hann hafi verið svona 5 mínútur að skilja spurninguna mína áðan og Rósa mín þurfti að grípa inní og þá loksins sá hann ljósið.... kannski er ég bara svona óskýr, hver veit?

Í síðustu viku átti pabbi gamli afmæli (nánar tiltekið 3.okt) þá varð kallinn hvorki meira né minna en fimmtugur! Þá förum við útað borða á Lækjarbrekku, umm hvað það var gott:)

Um helgina var ein góðvinkona mín sem bauð mér óvænt á Footloose, það var skemmtilegt, en leikritið ekki alveg eins og ég átti von á. Eftir leikritið þá fór ég til Örnu þar sem hún var ein heima og við skemmtum okkur konunglega með smá áfengi við hönd en Rósa og Ragnhildur komu smá og litu eftir okkur, þar sem við erum ekkert svo færar við áfengið.. Síðan komu Torfi, Bjarki og Bjöggi og Gerður og Gummi og það varð heavy fjör!!! Sunnudagurinn fór í svefn og svefn og svefn:D og smá magaverk!

Jæja, þetta er komið gott, líffræðin á enda og við tekur að ég held saga sem er eiginlega BARA glósutími, en það er í lagi því að Hallur bjargar þessum tímum oftast með bros á vör og hlátri:)

Og KSÍ hófið næsta laugardag, og það er eitthvað til að hlakka til! En þangað til næst, be cool, stay in shcool:D
10. október 2006 klukkan 15:35
Kristín Jónsdóttir
9 athugasemdir
28september

Fitan flćđir...

Góða kvöldið. Ég var bara svona að skoða síður (eyða tímanum, því ég nenni ekki að læra) og ákvað þá að henda inn stuttri færslu. Skóladagurinn var laaaangur í dag og ég var hrikalega þreytt. En svo kom loksins að síðasta tímanum, sem hefði kannski verið gleðiefni ef það hefði ekki verið stærðfræðipróf!:( En það gekk svona sæmilega bara, eða ég veit samt ekki. Þessi próf geta verið trikkí og maður er nú oftast ekki lengi að setja eina eða jafnvel fleiri klaufavillur með svörunum, en það kemur allt í ljós bara. Já, eins og ég held að ég hafi minnst á í síðustu færslu, þá ætla ég að vera duglegri að blogga:D Ég held að það gangi bara fine.

Allavega, helgin var kannski ekkert svo sérstaklega spennandi, þar sem hún átti að einkennast af sögulærdómi, en á föstudaginn bauð Torfi mér út að borða á Lækjabrekku, rosalega rómó og mjög góður matur, sérstaklega eftirrétturinn sem ég fékk, "súkkulaði sæla", frönsk súkkulaðikaka, vanillu- og súkkulaðiís og svo hvít súkkulaðimús.... mmmm... Á laugardaginn, gerðum við Torfi heiðarlega tilraun til að læra á bókhlöðunni, það gekk ekki betur en svo að ég var enn á sömu bls. þegar ég fór. Fór þá í furðfatafótboltann með Stjörnustelpunum, þjálfurum og foreldrum dáldið fjör, held samt að við höfum tapað fyrir þjálfurum+foreldrum. Þetta var allavega skemmtilegt og áfengið hressti aðeins uppá þetta. Um kvöldið fórum við Torfi svo til Gerðar í afmæli. Það var mjög gaman, misstum reyndar af grillinu sem ég frétti að hafi verið mjög gott, en við mættum tímanlega í ísinn og hann var mjöög góður, Arna kannski passar sig að missa ekki púðursykurspokann ofaní næst:) En ég var að fíla nammi magnið ofná:D Eftir það fórum við auðvitað í SingStar (öll nema Torfi) og svo í Buzz, frekar skemmtilegur leikur, og mitt lið vann tvisvar, ég og Gummi vorum með þetta í fyrra skiptið og síðan var Linda með þetta í seinna skiptið og ég var henni svona til halds og trausts, þrátt fyrir harða keppni frá Torfa, Örnu og Rósu (kemur vonandi næst hjá ykkur bara...) Á sunnudaginn reyndi ég svo að halda áfram að læra, en án árangurs... merkilegt. Já og á mánudaginn var ég veik! Ekki gaman...

En ég hugsa að það sé ekki meira í bili, ætla að skella mér niðrí Stjörnu að hreyfa mig aðeins, fitan flæðir bara um allt á mér og ég er að mygla inni!
TAKK FYRIR!
Kv. Kristín fitubolla!
28. september 2006 klukkan 01:24
Kristín Jónsdóttir
2 athugasemdir
19september

Bloggleysi!

Já, maður bloggar víst aldrei inná þessa blessuðu síðu! En nú sit ég bara í sögutíma og Hallur talar um Sókrates og minnir okkur stanslaust á að eftir 6 daga er 2-3 mikilvægasta próf annarinnar, þannig að maður er kannski orðinn nett stressaður!

En það er komin þriðjudagur, helgin búin og námið tekur við eftir frekar letilega helgi. Skellti mér í keilu á laugardaginn með Brynju, Auði, Nínu og Kittý og ég vann barasta! Tjah, ekki vissi ég að ég væri svona ágæt í keilu, kannski maður ætti bara að leggja þetta fyrir sig.. hver veit?

En síðasta fimmtudag var busaballið, eftir langa bið komust við á smá tjútt og svo í kúr heima hjá Rósu, þó að það hafi ekki varað lengi...

Loksins áðan kom svo snobbið:D Og þess vegna er markmið vikunnar að læra eitthvað af viti!!

Nú er líka komið annað markmið að blogga reglulega og það er fínt að gera það bara hérna í skólanum;)

Hérna eru nokkrar myndir úr partýinu:)


Kveðja Kristín!
19. september 2006 klukkan 16:22
Kristín Jónsdóttir
6 athugasemdir
19júlí

PlayBoy!!

Vá, það þarf óneitanlega að fara að gera eitthvað við þessa síðu:S Nenni því ekki alveg í augnablikinu, en það dettur vonandi inn fljótlega...

En þá er maður mættur í gömlu rútínuna, eftir geggjaða heimsókn til Englands... kem með langa ferðsögu sem er í vinnslu og myndir frá fyrstu helginni í júlí fljótlega....

En það er svo leikur á morgun, STJARNAN - grv ... Bikarleikur, kl. 20.00 á Stjörnuvelli, að sjálfsögðu á ég von á Rósinni minni á nýja kagganum!

En stelpur ég get ekki beðið eftir að hitta ykkur allar saman á fimmtudaginn:D Ég er búin að sakna ykkar:D Og PlayBoy böndin verða að meika það í Eyjum!:D haha... Örní, you know what I mean..

Vonandi sé ég ykkur smá á morgun, allavega í seinnihálfleik, en annars hlakka ég til á fimmtudaginn:D

Take care!
Kristín Campus gella!
19. júlí 2006 klukkan 05:48
Kristín Jónsdóttir
2 athugasemdir

Ađalvalmynd

Klukkan

Auglýsing

Teljari

  • Heimsóknir í dag: ...
  • Ţennan mánuđ: ...
  • Frá upphafi: ...